Fótbolti

Beckham verður miðjubakvörður

NordicPhotos/GettyImages

Þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum segist eiga von á því að David Beckham verði notaður sem leikstjórnandi á miðjunni þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. Beckham fái ekki ósvipað hlutverk og miðjubakvörður í NFL deildinni, þar sem honum verði fengið að dreifa öllu spili liðsins.

"Ég sé fyrir mér að við munum spila leikkerfið 4-3-3 með Beckham á miðri miðjunni, " sagði Frank Yallop, þjálfari Galaxy. "Við munum ræða saman þegar hann kemur hingað, en mér sýnist á öllu að liðið muni hagnast mest af því að boltinn verði sem mest í löppunum á houm og að hann muni sjá um að dreifa spilinu. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu, liðið mun alltaf hagnast á því að hafa mann eins og David innan sinna raða, því hann kemur vel út hvar sem hann spilar," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×