Erlent

Tólf létust í sjálfsmorðsárás í miðju réttarhaldi

Tólf létust, þar á meðal dómarar og lögfræðingar, í sjálfsmorðsáras í réttarsal í borginni Quetta í Suðvestur-Pakistan í morgun. Hrina sjálfsmorðssprenginga hefur átt sér stað í héraðinu undanfarnar vikur og er lögregla og her í landinu í viðbragðsstöðu.

Tuttugu og fimm særðust til viðbótar þeim tólf sem létust en sprengjan sprakk í miðjum réttarhöldum. Borgin Quetta er í héraðinu Balukistan sem liggur við landamæri Pakistan og Afganistan. Engin hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. eyniþjónustumenn hafa tengt þrjár aðrar sjálfsmorðssprengingar í héraðinu undanfarnar vikur við hópa sem sagðir eru tengjast hópum Talibana og Al-Qaeda samtökunum. Hrina sjálfsmorðsárása hófst eftir að her landsins réðst á aðsetur herskáa hópa í nærliggjandi hérðaði um miðjan janúar. Stjórnvöld í landinu hafa þó neitað því að hópar Talibana athafni sig á svæðinu en stjórnvöld hafa verið undir miklum þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu um að uppræta hópa Talibana í héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×