Fótbolti

Glasgow-liðin múta dómurum

Romanov hefur valdið gríðarlegu fjaðrafoki í Skotlandi
Romanov hefur valdið gríðarlegu fjaðrafoki í Skotlandi NordicPhotos/GettyImages

Vladimir Romanov, meirihlutaeigandi í skoska knattspyrnufélaginu Hearts í Edinborg, hefur nú enn á ný komið sér í fréttirnar með skrautlegum yfirlýsingum sínum. Romanov segir Glasgow risana Celtic og Rangers múta dómurum.

"Þessi félög múta leikmönnum og dómurum," sagði Romanov í samtali við rússneska fjölmiðla í dag. "Ef tvö jöfn lið mætast á knattspyrnuvellinum getur dómarinn haft mikil áhrif á útkomu leiksins. Rangers og Celtic eru ekki betri knattspyrnulið en Kaunas," sagði Romanov, en hann á hlut í litháenska liðinu.

Stjórnarformaður Celtic var steini lostinn þegar leitað var til hans vegna ummæla eigandans. "Þetta eru fáránlegar yfirlýsingar og ef þær reynast réttar - munum við sannarlega leita réttar okkar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×