Erlent

Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu

Sautján ára gömul egypsk stúlka er látin úr fuglaflensu. Hún er þar með sú tólfta sem deyr úr sjúkdómnum í landinu. Talið er að hún hafi smitast af sjúkdómnum eftir að hafa komist í snertingu við sýkta fugla. Yfir 80 manns hafa þá dáið úr flensunni í heiminum síðan hún greindist fyrst í manni í desember 2003, flestir í Suðaustur-Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×