Erlent

Viðræður hefjast á fimmtudag

AP

Ef Norður-Kórea vill efnahagsaðstoð verða stjórnvöld að láta af kjarnorkuáætlunum sínum. Þetta segir Christopher Hill sem er ernindreki Bandaríkjastjórnar í viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál Norður-Kóreu sem hefjast í Peking á fimmtudag.

Hann segir að nú sé líklegra en áður að stjórnvöld í Pyongyang samþykki afvopnun. Norður-Kóreumenn samþykktu í september 2005 að láta af kjarnorkuáætluninni gegn efnahagsaðstoð en hafa enn ekki staðið við stóru orðin. Ríkin sem eiga aðild að viðræðunum eru Norður- og Suður-Kórea, Kína, Japan, Rússland og Bandaríkin. Þetta er í sjötta skipti á síðustu fimm árum sem þjóðirnar ræða málin. Norður-Kóreumenn hafa þegar sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni og þá hafa þeir einnig gert tilraunir með langdræg loftskeyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×