Erlent

Dýragarður sýnir manneskjur

Menn og apar verða til sýnis í dýragarðinum í Xi'an í Kína.
Menn og apar verða til sýnis í dýragarðinum í Xi'an í Kína. MYND/AP
Kínverskur dýragarður leitar nú að sex sjálfboðaliðum til að búa á apasvæði garðsins í fimm daga. Garðurinn sem er í Xi'an borg leitar eftir þremur konum og þremur mönnum sem munu búa við sömu skilyrði og aparnir. Fólkið mun keppa um val á þvi hver sýnir dýrunum mesta alúð og eru 53 þúsund íslenskar krónur í verðlaun. Manneskjurnar eiga að búa á sama svæði og aparnir og apa eftir sumum gerðum þeirra. Sem dæmi fær fólkið einungis lítinn matarskammt daglega frá starfsfólki dýragarðsins, en ætlast er til að það betli mat af gestum. Afnot af síma eru leyfð í þrjár mínútur daglega, ef viðkomandi hlíðir öllum reglum, en á nóttunni gistir fólkið í tjaldi á apasvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×