Erlent

Varað við afleiðingum árásar á Íran

Hópur breskra góðgerðarsamtaka, trúfélaga og verkalýðssambanda hafa varað Tony Blair forsætisráðherra við afleiðingum þess að ráðist verði á Íran. Í bréfi samtakanna segir að hernaðaraðgerðir gegn landinu muni hafa hrikalegar afleiðingar og skora því á Blair að þrýsta á George Bush Bandaríkjaforseta um að hefja viðræður við stjórnvöld í Teheran þegar í stað. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum grunar að kjarnorkuáætlun Írana sé ekki í friðsamlegum tilgangi og því hafa Bandaríkjamenn ekki útilokað hernað gegn þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×