Erlent

Friðurinn heldur á Gaza

AP

Enn er hljótt á götum Gaza eftir vopnahléið sem samið var um á föstudag. Byssumenn Hamas og Fatah hafa yfirgefið varðstöðvar sínar og í þeirra stað eru nú komnir lögreglumenn. Fatah og Hamas hafa einnig skipst á gíslum sem teknir hafa verið í átökum undanfarinna vikna. Fyrirhugaðar eru viðræður á milli Mahmoud Abbas forseta Palestínu og leiðtoga Fatah annarsvegar og hinsvegar Khaled Mashall leiðtoga Hamas, sem býr í útlegð í Sádí-Arabíu. Einnig er búist við því að Ismail Haniyeh forsætisráðherra Palestínu og Hamas-liði taki þátt í viðræðunum. Markmið viðræðnanna er að koma á varanlegum friði á milli fylkinga Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×