Erlent

Varaforseti Íraks vill fleiri hermenn strax

AP

Varaforseti Íraks, súnníinn Tariq Hashimi vill að Bandaríkjamenn flýti sér að senda fleiri hersveitir til landsins til að stöðva blóðbað undanfarinna vikna. Hann segir að nýhafin herferð gegn ofbeldi í landinu, þar sem uppreisnarmenn verða hundeltir, verði að takast vel ef koma á böndum á ástandið í landinu. Búist er við að stefna Bush Bandaríkjaforseta í málefnum Írak verði umdeild enn frekar á næstu dögum en hann ætlar að senda 21.500 hermenn til viðbótar til landsins. Hillary Clinton, einn þeirra demókrata sem sækjast eftir tilnefningu flokksins fyrir forsetakosningar hefur sagst ætla að binda enda á hernað Bandaríkjamanna í Írak nái hún kjöri sem forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×