Erlent

Fuglaflensusmit í Suffolk rannsakað

AP

Stjórnvöld í Bretlandi rannsaka nú hvernig H5N1-fuglaflensusmit barst í kalkúnabú Bernard Matthews í Suffolk á Englandi. 160 þúsund kalkúnum hefur verið slátrað vegna smitsins. Talið er líklegt að smitið hafi borist frá Ungverjalandi þar sem Bernard Matthews rekur annað kalkúnabú, þarlendis kom upp fuglaflensusmit í síðasta mánuði en forsvarsmenn Bernard Matthews telja það nær útilokað. Búið í Suffolk hefur verið sett í sóttkví til að hamla því að smitið berist í önnur alifuglabú í Bretlandi. David Nabarro, sem fer fyrir athugunum Sameinuðu þjóðanna á útbreiðslu fuglaflensu fullyrðir að búast megi við enn frekari útbreiðslu fuglaflensu í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×