Erlent

Forstjóri Hyundai í fangelsi

Chung Mong-koo
Chung Mong-koo AP

Forstjóri Hyundai, sjötta stærsta bílaframleiðanda í heimi, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi í Suður-Kóreu fyrir fjármálamisferli. Forstjórinn, Chung Mong-koo var fundinn sekur um að hafa notað nær 50 milljónir króna af peningum fyrirtækisins til persónulegra nota og til að borga þrýstihópum fyrir góðar umsagnir um fyrirtækið. Búist er við því að dómurinn hafi áhrif á efnahagslífið í Suður-Kóreu, enda Hyundai stærsta fyrirtæki landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×