Erlent

Ók inn í þvögu í brúðkaupi í Stokkhólmi

Lögregla í Stokkhólmi leitar nú manns sem ók á bíl inn í hóp fólks sem stóð fyrir utan veitingastað í borginni þar sem verið var að halda brúðkaupsveislu. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá slösuðust sjö þegar maðurinn keyrði inn í þvöguna, þar af einn alvarlega. Lögregla segir að til deilna hafi komið milli manna fyrir utan veitingastaðinn og þeim hafi lyktað með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×