Erlent

Merkel á ferð um Miðausturlönd

Angela Merkel og Hosni Mubarak heilsast í Kaíró í dag.
Angela Merkel og Hosni Mubarak heilsast í Kaíró í dag. MYND/AP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Kaíró á fyrsta degi sínum í ferðalagi um Miðausturlönd þar sem hún mun ræða stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Merkel hefur lýst því yfir að það verði markmið hjá Þjóðverjum, sem fara með forystuhlutverkið innan ESB næsta hálfa árið, að blása lífi í friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna en fulltrúar kvartettsins svokallaða, Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna, ESB og Rússlands, ræða nú hvernig koma megi Vegvísinum til friðar aftur af stað.

Á ferð sinni um Egyptaland hitt Merkel meðal annars Hosni Mubarak, forseta landsins, og forsætisráðherran Ahmed Nazif. Hún heimsækir einnig Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Kúveit í fjögurra daga ferð sinni um Miðausturlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×