Erlent

Ein mannskæðasta árás sem gerð hefur verið í Írak

Komið með einn hinna slösuðu á sjúkrahús í Bagdad í dag.
Komið með einn hinna slösuðu á sjúkrahús í Bagdad í dag. MYND/AP

Nú er ljóst að 105 eru látnir og 225 særðir eftir að vöruflutningabíll hlaðinn sprengiefni sprakk í loft upp í hverfi sjía í miðborg Bagdad í dag.

Bílnum hafði verið komið fyrir á fjölförnum markaði í Sadryia-hverfinu og streymdu fórnarlömb sprengingarinnar inn á nærliggjandi sjúkrahús sem fylltust fljótt.

Árásin er ein sú mannskæðasta sem gerð hefur verið frá því að Bandaríkjamenn réðust ásamt bandamönnum sínum inn í Írak í mars árið 2003. Hún var gerð nokkrum stundum eftir að áhrifamesti klerku sjía í landinu, Ajatolla Ali al-Sistani, hafði hvatt til stillingar í landinu og að deilur trúarhópa yrðu settar niður.

Eins og kunnugt er hyggst George Bush Bandaríkjaforseti fjölga hermönnum í Bagdad á næstunni til þess að reyna að lægja öldurnar þar í borg en tíðindi undanfarinna vikna benda til þess að átök trúarhópa séu síst á undanhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×