Erlent

Ráðast gegn talibönum í Musa Qala

MYND/AP

Afganskar hersveitir munu með stuðningi hersveita NATO ráðast til atlögu við talibana í bænum Musa Qala í suðurhluta Afganistans að því er fráfarandi yfirmaður NATO-liðsins greindi frá í dag. Breskir hermenn fólu heimamönnum í Musa Qala stjórn öryggismála í borginni í október síðastliðnum en eftir áhlaup á fimmtudaginn var ráða talibanar nú yfir stórum hluta borgarinnar. Reiknað er með að breskir hermenn aðstoði afganska starfsbræður sína enda hafa Bretar haft öryggismál í Helmand-héraði, þar sem Musa Qala er, á sinni könnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×