Erlent

Kjarnorkuveri lokað í Svíþjóð í nótt vegna gúmmíþéttingar

Forsmark-kjarnorkuverinu í Svíþjóð var lokað í nótt eftir að í ljós kom við prófanir að slit var í gúmmíþéttingu. Stjórnendur versins tóku enga áhættu og voru sérfræðingar kallaðir til til að rannsaka kjarnorkuverið frekar. Þéttingin gegnir ekki öryggishlutverki ef allt er í lagi en hún á að viðhalda réttum þrýstingi eftir rör brotnar í kjarnakljúfnum.

Kjarnakljúfurinn í Forsmark er sá þriðji sem lokað er í vikunni en tveimur kjarnaklúfum í Ringhals-verinu var lokað vegna bilana. Þá var skýrslu lekið í fjölmiðla í vikunni þar sem fram kom að Forsmark-verinu hefði verið lokað í neyð í júlí í fyrra vegna skammhlaups.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×