Erlent

Hundrað þúsund manns flýja heimili sín vegna flóða í Djakarta

Íbúar í Djakarta reyna að ýta bíl sem er á kafi í vatnselgnum á einni af götum borgarinnar.
Íbúar í Djakarta reyna að ýta bíl sem er á kafi í vatnselgnum á einni af götum borgarinnar. MYND/AP

Fimm hafa fundist látnir og hundrað þúsund hafa yfirgefið heimili sín vegna flóða í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þar hefur ringt án afláts í tvo daga og eru stórir hlutar borgarinnar á floti og hefur björgunarlið þurft að notast við báta til að koma nauðstöddum til aðstoðar. Rafmagn og hreint vatn er af skornum skammt í borginni af þessum sökum og þá liggja lestarsamgöngur til og frá borginni niðri. Íbúar í borginni sem erlendir fjölmiðlar ræða við gagnrýna yfirvöld fyrir fyrirhyggjuleysi og litla aðstoð enda viti þau að flóð verði árlega í landinu. Flóðin í ár eru hins vegar þau verstu í fimm ár og er jafnvel búist við að vatnsborð hækki enn frekar þar sem veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×