Loforð um fjölgun hjúkrunarrýma svikin 2. febrúar 2007 18:45 Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila." Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Hraustir makar veikra eldri borgara ættu að geta keypt þjónustu á hjúkrunarheimili. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún segir loforð um fjölgun hjúkrunarrýma ekki hafa verið efnd. Ýmsum rann til rifja þegar við sögðum frá því í vikunni að 94 ára gamall maður fær ekki að dvelja með 88 ára gamalli eiginkonu sinni á dvalarheimilinu Hlíð. Í yfirlýsingu frá þjónustuhópi aldraðra og öldrunarheimilum Akureyrar í dag segir að starfsmenn öldrunarþjónustunnar hafi leitað allra leiða til þess að koma til móts við þarfir fólks en því miður sé einfaldlega ekkert pláss laust í Hlíð. Til að skapa ný pláss þyrfti að úthýsa þeim sem fyrir eru. Samkvæmt nýjustu tölum hefur 38 hjónum eða sambýlisfólki verið stíað í sundur á landinu, þannig að annað hefur fengið inni á hjúkrunarheimili en hitt ekki. Níu pör til viðbótar hafa fengið vistun á sín hvoru dvalarheimilinu. En vandinn er margfalt stærri, segir Ásta Ragnheiður, þingmaður Samfylkingar, því inni í þesum tölum er aðeins fólk í brýnni þörf. En það vantar plássin og það er forgangsmál að fjölga þeim segir Ásta. Illa hafi hins vegar gengið að fá slík loforð efnd. Til dæmis hafi átt að taka í notkun 110 rými í Mörkinni í Reykjavík árið 2006. "Ég veit ekki til þess að tekin hafi verið upp sk´ðolfa. Það hefur ekkert hjúkrunarrými bæst við hér á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma," segir Ásta. Í nóvember á síðasta ári tilkynnti Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra að 174 rými yrðu tilbúin árið 2010, til viðbótar þeim 200 sem ætti að byggja í Reykjavík. Þetta hafa menn sagt í tvö kjörtímabil segir Ásta. "En það hefur ekki verið gert. Vegna þess að nefskatturinn sem við öll, nema fjármagnseigendur, greiðum í framkvæmdasjóð aldraðra hefur ekki farið í það sem lög segja fyrir um, það er að segja uppbyggingu hjúkrunarheimila."
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira