Erlent

73 létust í sjálfsmorðsárás

73 létust í borginni Hillah í Írak í sjálfsmorðsárás í gærkvöldi. Tveir sprengjumenn sprengdu sjálfa sig í loft upp á útimarkaði. Hillah er um 95 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Lögregla og vitni segja sprengjumennina hafa sprengt sig í loft upp þegar lögreglumaður nálgaðist annan þeirra. Meira en 100 létust í árásum og átökum í Írak í gær, daginn sem bandarískir og írakskir erindrekar kynntu áætlun um aukið öryggi í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×