Erlent

Flóð í Jakarta

Tveggja daga úrhelli veldur nú verstu flóðum í fimm ár í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þúsundir íbúa borgarinnar hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna flóðanna. Rafmagn og ferskvatn hefur þá kki borist á heimili sem skyldi. Subbulegt flóðvatnið hefur flætt inn í verslanir, spítala og vinnustaði og fólk hefur notað uppblásna fleka til að komast leiðar sinnar. Vatnið var um fjögurra metra djúpt þar sem það var dýpst í höfuðborginni, en í henni búa um 12 milljónir manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×