Erlent

Blair hættir ekki strax

AP
Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar ekki að hætta sem forsætisráðherra fyrr en rannsókn lögreglu á fjármögnun stjórnmálaflokka er lokið. „Ég held ekki að það væri rétta leiðin og ég held að það væri sérstaklega slæmt að hætta áður en rannsóknin hefur farið sína leið og niðurstöður fengist", sagði Blair við BBC. Blair hefur verið yfirheyrður tvisvar sem vitni í málinu, sem varðar hvort ásakanir um að stjórnmálaflokkar hafi lofað auðmönnum sæmdartitlum í skiptum fyrir fjármagn reynist á rökum reistar. Rannsóknin hefur skyggt mjög síðustu vikur Blair í embætti forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×