Erlent

Yfirborð sjávar hækki um allt að 59 sm

Yfirborð sjávar hækkar um allt að 59 sentímetra fyrir næstu aldamót. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á loftslagsráðstefnunni í París. Þeir útiloka ekki að yfirborðið hækki jafnvel meira, fari jöklar á Grænlandi og Suðurskautslandinu að bráðna.

Í skýrslunni kemur fram að sjávarborð hækki um 18-59 sentímetra sem er nákvæmari spá en síðan árið 2001, þá var spáð sjávarborðshækkun upp á 9-88 sentímetra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×