Erlent

Chavez segir Castro hraustan

AP

Hugo Chavez, forseti Venesúela hefur ekki áhyggjur af vini sínum Fidel Castro en hann tók sér tíma í það í gærkvöldi að lýsa því hvernig Castro hefur allur braggast. Chavez sagði kúbanska vin sinn vera farinn að ganga og lesa og eiga nóg inni.

Þingið veitti Chavez í gær alræðisvald til að framfylgja þjóðnýtingaráformum sínum, en meðal annars á að þjóðnýta fjögur stór olíufyrirtæki sem vinna olíu á landgrunni Venesúela. Bandaríkjastjórn gaf svo í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust vonast til að farið yrði að alþjóðlegum sáttmálum varðandi skaðabætur til bandarískra fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×