Erlent

Skýrsla um loftslagsbreytingar kynnt í dag

AP
Nær öruggt má telja að loftslagsbreytingar séu af manna völdum. Þetta er niðurstaða sérfræðinga á alþjóðlegri Loftslagsráðstefnu sem haldin er í París. Lokaskýrsla ráðstefnunnar verður kynnt í dag. Það dimmdi yfir ljósaborginni í gærkvöldi þegar íbúar borgarinnar slökktu ljós í fimm mínútur til að sýna í verki áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum. Effelturninn sem vanalega er ljósum prýddur stóð almyrkur upp úr borginni. Skýrsla ráðstefnunnar verður ítarleg og þar verður spáð fyrir um hækkandi sjávarborð og meðalhlýnun jarðar næstu 100 árin. Búist er við harðorðri áeggjan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×