Erlent

Frakkar drepa í

AP

Blátt bann við reykingum á öllum vinnustöðum tók gildi í Frakklandi í dag. Fólk sem kveikir sér í sígarettu á flugvöllum, lestarstöðvum og hvers kyns vinnustöðum á nú yfir höfði sér háa sekt. Veitingahús og barir hafa frest fram í desember til að koma á aljgöru reykingabanni.

Frakkland fylgir þar með í fótspor margra Evrópulanda, þ.á.m. Ítalíu og Írlands með algjöru reykingabanni á opinberum stöðum en Írar gengu á lagið árið 2004. Þá hafa Svíar og Maltverjar einnig sett slíkt bann.

Það er almenn ánægja í Frakklandi með reykingabannið og flestir sammála um að þar sé verið að þjóna hagsmunum heildarinnar. Starfsmenn einkafyrirtækja mega þó reykja í afmörkuðum og lokuðum reykherbergjum.

Samkvæmt tölum Evrópusambandsins reykja um fjórðungur Frakka daglega sem er í takt við meðaltal Evrópusambandsríkja. Þessir eiga nú yfir höfði sér rúmlega 6000 króna sekt ef fíknin ber þá ofurliði á opinberum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×