Erlent

Írak: Landamærum lokað og flug stöðvað

Getty Images

Stjórnvöld í Írak hafa stöðvað allt flug til Sýrlands og lokað alveg landamærunum við Íran. Þetta var tilkynnt í morgun. Aðgerðirnar eru til þess ætlaðar að bæla ófriðarbálið sem hefur logað í Bagdad og nærliggjandi borgum undanfarið með því að hamla streymi vopna og vígamanna inn í landið.

Viðbrögð íbúa eru blendin enda snarminnkar flæði af neysluvörum við aðgerðirnar. Margir eru þó vongóðir um að þetta verði til þess að smámsaman verði friðvænlegra í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×