Erlent

Bandaríkjamenn vara Írani við

Nicholas Burns
Nicholas Burns Getty Images

Íranir sjá írökskum uppreisnarmönnum fyrir vopnum sem þeir nota til að drepa bandaríska hermenn. Þetta fullyrðir Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Burns segir ástandið mjög alvarlegt og skilaboðin frá Bandaríkjastjórn vera skýr; Íranir eiga að hætta öllum stuðningi við uppreisnarmenn í Írak.

Bandarísk stjórnvöld verða sífellt harðorðari í garð Írana en George Bush forseti sagði nýlega að þó hann tryði því að hægt væri að leysa kjarnorkudeiluna við Írana á friðsamlegan hátt standi ekki til að taka neinum vettlingatökum á Írönum ef þeir hvetja til ofbeldis í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×