Erlent

Chavez nær einráður

Getty Images

Þingið í Venesúela hefur veitt Hugo Chavez forseta landsins völd til að stjórna landinu að vild með tilskipunum næstu átján mánuðina á meðan hann framfylgir áætlun um þjóðnýtingu á stórum hluta atvinnulífs landsins, þ.á.m. orkugeiranum. Chavez tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að þjóðnýta einnig fjarskipti í landinu.

Þingfundurinn fór fram undir beru lofti í Caracas, höfuðborg landsins í gær og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, en stjórnarandstöðuflokkar sniðgengu kosningar í landinu árið 2005 og eiga því ekki fulltrúa á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×