Erlent

Fuglaflensufaraldur í Indónesíu

Minnst sex hafa látist úr H5N1, banvænu afbrigði fuglaflensu í Indónesíu það sem af er ári. Stjórnvöld hafa lýst yfir faraldri og tekið ákvörðun um að fara að ganga á varasjóð sem komið var upp til að bregðast við því ef flensan breiddist út. Nú er talið að sýkt fiðurfé sé að finna í nær öllum hlutum landsins.

Alls hafa 63 látist úr flensunni í Indónesíu á undanförnum fjórum árum. Þá greindist banvæna afbrigðið í kjúklingum í Tælandi í gær en þar í landi hafa 17 látist úr flensunni. Í fyrradag lést kona í Nígeríu úr fuglaflensu en hún hafði borðað sýkt fiðurfé. WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir í kjölfarið að yfirvöld í Nígeríu þyrftu að taka málið föstum tökum til að flensan breiðist ekki út þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×