Erlent

Hluti kjörstjórnar Bangladess segir af sér

Fimm embættismenn úr kjörstjórn fyrir þingkosningar í Bangladess sögðu af sér í morgun, að því er talsmaður forsetaembættisins segir. Afsögn þessara fimm hefur verið ein aðalkrafa stjórnarandstöðunnar sem hefur staðið fyrir mótmælum og mannskæðum óeirðum í Dakka, höfuðborg landsins frá því fyrir jól.

Þetta vekur vonir um að pólitísk pattstaða sem ríkt hefur í landinu frá því í haust geti farið að leysast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×