Erlent

Ætluðu að hálshöggva hermann

Lögreglumenn standa vaktina fyrir utan eitt af húsunum sem voru lokuð af í Birmingham.
Lögreglumenn standa vaktina fyrir utan eitt af húsunum sem voru lokuð af í Birmingham. MYND/APTN

Átta manns sem handteknir voru í í Birmingham í Bretlandi í morgun lögðu á ráðin um að ræna, pynta og hálshöggva hermann, eftir því sem SKY-fréttastofan segir frá. Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar hafði fylgst með fólkinu í hálft ár. Nánari upplýsinga er að vænta frá bresku lögreglunni sem er þessa stundina með blaðamannafund.

Aðgerðin hófst klukkan fjögur í morgun og hafa lögreglumenn einnig innsiglað hús og byggingar þar sem fólkið hafðist við. Ekki er vitað hvort fólkið er grunað um að hafa sjálft lagt á ráðin um hryðjuverk eða bara tengst hryðjuverkamönnum.

Lögreglan hafði fylgst með fólkinu í hálft ár áður en látið var til skarar skríða. Lögreglan í Birmingham fékk aðstoð lögreglunnar í London og hryðjuverkadeild ríkislögreglunnar. Frekari upplýsingar verða veittar á blaðamannafundi með lögreglunni klukkan hálftólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×