Erlent

Náðist ekki að safna í friðargæslu fyrir Sómalíu

Leiðtogar Afríkusambandsins náðu ekki að fylla 8.000 manna friðargæslulið fyrir Sómalíu eins og til stóð. Helming vantar enn upp á, aðeins er vilyrði fyrir um 4.000 mönnum. Tveggja daga leiðtogafundi Afríkusambandsins lauk í gærkvöldi og skilaði hann litlum árangri í málefnum Sómalíu.

Hætta er á að stöðugleikinn í landinu fari fyrir lítið ef friðargæslulið kemur ekki í stað eþíópískra hermanna sem nú eru á förum frá Sómalíu. Stjórnarherinn er ekki nógu burðugur og enn mikil ólga í landinu, sérstaklega þar sem íslamskir uppreisnarmenn eiga enn fylgi að fagna.

Eþíópískir hermenn hafa orðið fyrir árásum í höfuðborginni Mogadishu og víðar. Veru þeirra í landinu hefur verið mótmælt og hafa því fylgt nokkur átök milli her- og lögreglumanna og mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×