Erlent

Hvarf fegurðardrottningar rannsakað

Taiza Thomsen var kjörin ungfrú Brasilía árið 2002.
Taiza Thomsen var kjörin ungfrú Brasilía árið 2002. MYND/AP

Breskir rannsóknarlögreglumenn byrjuðu í gær að leita að vísbendingum um fyrrverandi fegurðardrottningu frá Brasilíu. Taiza Thomsen hringdi í foreldra sína fyrir fimm mánuðum síðan og sagðist þá vera í London. Þegar foreldrar hennar höfðu ekki heyrt frá henni mánuðum saman létu þeir brasilísku lögregluna vita, sem síðan gerði bresku lögreglunni viðvart.

Að sögn lögreglustjóra í Brasilíu er ekki útilokað að mansal eigi þátt í hvarfi Taizu. Hún var kosin ungfrú Brasilía árið 2002 og starfaði sem fyrirsæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×