Erlent

Lyfjafyrirtæki vill framleiða bóluefni gegn fuglaflensu

Stærsta lyfjafyrirtæki Ástralíu, CSL, sótti í gær um leyfi til að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu. Fyrirtækið hefur gert tilraunir með bóluefni á fullorðnum Áströlum og segir niðurstöðurnar lofa góðu.

Ef leyfið fæst væri hægt að byrja að framleiða bóluefnið innan sex vikna og framleiðslan yrði nógu hröð til þess að hægt væri að bólusetja alla áströlsku þjóðina, rúmar tuttugu milljónir, innan 6 mánuða.

Rúmlega 160 manns hafa látist úr fuglaflensu síðan árið 2003. Ótti vísindamanna um faraldur í fólki hefur enn ekki orðið að veruleika en möguleikinn á því að veiran stökkbreytist er enn til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×