Erlent

Bush sakaður um að leyna skjölum um loftslagsbreytingar

Formaður þingnefndar í neðri deild Bandaríkjaþings sakaði í gær Bush Bandaríkjaforseta um að leyna skjölum um loftslagsbreytingar. Þá sakaði hann forsetann og samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu um að afvegaleiða umræðuna um hlýnun andrúmsloftsins.

Henry Waxman, formaður nefndar um eftirlit og endurskoðun stjórnarfarsins, kastaði fram þessum ásökunum á þingfundi í gær. Nefndin rannsakar einnig ásakanir um að stjórnvöld hafi haft óeðlileg afskipti af vísindarannsóknum á breytingum á andrúmsloftinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×