Erlent

Fídel Kastró hressari

Fídel Kastró ásamt Hugó Chavez á mánudag
Fídel Kastró ásamt Hugó Chavez á mánudag MYND/AP

Fídel Kastró Kúbuforseta fer batnandi. Á fyrstu myndbandsupptökunni sem birtist af honum í þrjá mánuði virðist hann vera að ná kröftum hægt og bítandi. Upptakan er frá fundi hans og Hugo Chavez, forseta Venesúela, á mánudag, þar sem vinirnir ræddu saman í tvo tíma.

Þetta er í annað skipti sem myndbandsupptaka birtist af Kastró síðan í júlílok á síðasta ári, þegar hann var lagður inn til skurðaðgerðar. Á þessu myndbandi sést að hann hefur bætt á sig kílóum og er hressari en á fyrri myndbandsupptökunni sem birt var í októberlok, þar sem hann var visinn og veikburða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×