Erlent

Danir ósáttir við að fá ekki miða á landsleikinn í dag

Stuðningsmenn danska landsliðsins í handbolta eru óhressir með það að það skyldi hafa verið orðið uppselt á leik Dana og Íslendinga í dag, áður en vitað var hvaða lið myndu takast á í þessum leik. Mun færri danskir stuðningsmenn komast á leikinn en hefðu viljað, að sögn Jótlandspóstsins. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft, að ákveðnu hlutfalli af miðum verði framvegis haldið eftir þar til ljóst verður hvaða lið muni takast á, þannig að stuðningsmenn liðanna geti fjölmennt.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×