Hvað er málið með Materazzi? 29. janúar 2007 12:23 Gennaro Delvecchio fær að líta rauða spjaldið í leiknum í gærkvöldi. MYND/AFP Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Delvecchio vandar Materazzi ekki kveðjurnar en það var á 7. mínútu leiksins í gærkvöldi sem að hann reyndi að ná til boltans áður en hann komst í hendurnar á Julio Cesar, markverði Inter. Svo virtist sem að Delvecchio hefði sparkað lítillega í Cesar og við það hljóp Materazzi að leikmanninum og hrópaði að honum ókvæðisorðum. Delvecchio otaði hausnum að andliti Materazzi sem síðan féll með tilþrifum í jörðina líkt og hann hefði verið skallaður alvarlega. Delvecchio fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Eftir leikinn sakaði Delvecchio ítalska landsliðsmanninn um að hafa ögrað sér. "Það sem ég gerði var rangt en ég brást svona við ljótum orðum Materazzi. Hann sakaði mig um að vilja meiða aðra leikmenn sem er auðvitað alrangt. Þið ættuð að lesa varir hans og sjá hvað hann sagði við mig," sagði Delvecchio eftir leikinn. Materazzi sá málið frá annari hlið, eins og honum er venja til. "Ég gerði ekkert rangt. Ég sagði honum bara að hætta því sem hann var að gera," sagði Materazzi. "Áður en ég vissi af hafði hann skallað mig. Ég fékk skurð á vörina og það blæddi úr mér," bætti hann við. Hægt er að sjá myndband af atvikinu á síðunni kvikmynd.is eða með því að smella hér. Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Marco Materazzi, ítalski varnarmaðurinn hjá Inter Milan, hefur enn einu komið sér í sviðsljósið en í gærkvöldi varð hann þess valdur að Gennaro Delvecchio, leikmaður Sampdoria, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðanna. Atvikið þykir minna óþarflega mikið á uppákomu hans og Zinedine Zidane á HM síðastliðið sumar. Delvecchio vandar Materazzi ekki kveðjurnar en það var á 7. mínútu leiksins í gærkvöldi sem að hann reyndi að ná til boltans áður en hann komst í hendurnar á Julio Cesar, markverði Inter. Svo virtist sem að Delvecchio hefði sparkað lítillega í Cesar og við það hljóp Materazzi að leikmanninum og hrópaði að honum ókvæðisorðum. Delvecchio otaði hausnum að andliti Materazzi sem síðan féll með tilþrifum í jörðina líkt og hann hefði verið skallaður alvarlega. Delvecchio fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Eftir leikinn sakaði Delvecchio ítalska landsliðsmanninn um að hafa ögrað sér. "Það sem ég gerði var rangt en ég brást svona við ljótum orðum Materazzi. Hann sakaði mig um að vilja meiða aðra leikmenn sem er auðvitað alrangt. Þið ættuð að lesa varir hans og sjá hvað hann sagði við mig," sagði Delvecchio eftir leikinn. Materazzi sá málið frá annari hlið, eins og honum er venja til. "Ég gerði ekkert rangt. Ég sagði honum bara að hætta því sem hann var að gera," sagði Materazzi. "Áður en ég vissi af hafði hann skallað mig. Ég fékk skurð á vörina og það blæddi úr mér," bætti hann við. Hægt er að sjá myndband af atvikinu á síðunni kvikmynd.is eða með því að smella hér.
Erlendar Fótbolti Ítalski boltinn Íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira