Erlent

46 grunaðir Al Kaída liðar í haldi í Tyrklandi

Tyrkneska lögreglan hefur 46 manns í haldi vegna gruns um tengsl við Al Kaída, að því er ríkisfréttastofan Anatolian greinir frá. Tyrkneska lögreglan ræðst reglulega gegn grunuðum hryðjuverkamönnum, eftir að 60 manns létu lífið í sjálfsmorðsárásum sem Al Kaída liðar stóðu fyrir.

Sjö voru einnig dæmdir í fangelsi á föstudaginn var fyrir að leggja á ráðin um að drepa Bandaríkjaforseta George Bush, þegar hann heimsótti Tyrkland árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×