Erlent

Óttast fleiri fuglaflensutilfelli í Ungverjalandi

Víða hefur þurft að slátra alifuglum undanfarið vegna fuglaflensu.
Víða hefur þurft að slátra alifuglum undanfarið vegna fuglaflensu. MYND/AP

Óttast er að fleiri fuglaflensutilfelli séu komin upp í Ungverjalandi. Sýni úr gæsum eru í rannsókn eftir að hið banvæna afbrigði veirunnar H5N1 greindist á gæsabúi í síðustu viku. Tæplega 10 þúsund gæsum hefur verið slátrað, að sögn landbúnaðarráðuneytis landsins.

Veikin kom upp í suðausturhluta Ungverjalands, í þorpinu Derekegyhaz. Þar var 3.300 gæsum slátrað í síðustu viku. Nokkur lönd hafa lagt innflutningsbönn við ungversku fuglakjöti eftir að veiran greindist. Þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópusambandslandi á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×