Erlent

Býður talibönum til friðarviðræðna

Hamid Karzai, forseti Afganistans, til hægri, ásamt Nancy Pelosi, forseta neðri deildar Bandaríkjaþings sem er í heimsókn í Afganistan.
Hamid Karzai, forseti Afganistans, til hægri, ásamt Nancy Pelosi, forseta neðri deildar Bandaríkjaþings sem er í heimsókn í Afganistan. MYND/AP

Forseti Afganistans, Hamid Karzai, bauð uppreisnarmönnum til friðarviðræðna í morgun. Síðasta ár var það blóðugasta í landinu eftir að talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001. Karzai nefndi uppreisnarsveitir talibana ekki sérstaklega en bauð óvinum friðarviðræður á trúarsamkomu í Kabúl á einum helgasta degi sjíamúslima, á asjúra-hátíðinni.

Rúmlega 4.000 manns voru drepnir í bardögum í fyrra, þeirra á meðal 170 erlendir hermenn. Sjálfsmorðssprengjuárásum fer einnig fjölgandi þar sem talibanar apa eftir bardagaaðferðir frá skæruliðum í Írak.

Þá sagðist Karzai biðja fyrir leiðsögn til handa þeim sem legðu á ráðin gegn öryggi Afgana. Þeim orðum var beint til nágrannalandsins Pakistans þar sem talibanar og aðrir uppreisnarmenn hafa átt skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×