Erlent

Mannræningjar slepptu leiðtoga öryggissveita Hamas

Lífverðir Abbas forseta Palestínu
Lífverðir Abbas forseta Palestínu MYND/AP
Mannræningjar tengdir Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, slepptu í gær leiðtoga öryggissveita Hamas sem þeir rændu fyrr í gærdag. Borgarstjórinn í Nablus hafði milligöngu um lausn mannsins en ekki hefur enn frést af örlögum tíu til fimmtán manna sem sömu mannræningjar rændu í Nablus í gær. Þeir fara fram á afsögn innanríkisráðherrans í skiptum fyrir lausn fanganna og frið. Nokkur fórnarlambanna eru starfsmenn menntamálaráðuneytis Palestínu, sem staðsett er í Nablus, stærstu borg Vesturbakkans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×