Erlent

Sumarbústaður stórskemmdur eftir bruna

Sumarbústaður í landi Höskuldsstaða í Eyjafirði stórskemmdist í bruna í nótt. Þegar eldsins varð vart, var slökkvilið frá Akureyri sent á vettvang, en þegar það kom logaði mikill eldur í bústaðnum. Slökkvistarf gekk vel og stendur bústaðurinn enn uppi, en er stórskemmdur ef ekki ónýtur. Eldsupptök eru ókunn, en fólk var í bústaðnum í gærdag.

Þetta var fullbúinn heilsársbústaður með rafmagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×