Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu í Bandaríkjunum

MYND/AP

Tugir þúsunda Bandaríkjamanna mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Í Washington tóku nokkrir þingmenn þátt í mótmælunum og við hlið þeirra þekktir leikarar á borð við Tim Robbins og Sean Penn auk Jane Fonda. Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram.

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda þegar um þrjú hundruð andstæðingar Íraksstríðsins hlupu að þinghúsinu. Lögregla stöðvaði hópinn á grasbletti fyrir utan bygginguna. Tillaga Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak verður tekin til umræðu í fulltrúadeild þingsins á næstu dögum og vildu mótmælendur meðal annars sýna andstöðu sína við þá tillögu í verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×