Erlent

Blair vill fleiri lönd í öryggisráðið

MYND/AP

Breski forsætisráðherran Tony Blair sagði í dag að það ætti að hleypa Þýskalandi, Japan, Brasilíu og Indlandi inn í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði einnig að það ætti að opna ráðið fyrir afrískum og múslimskum löndum til þess að auka lögmæti þess og virkni.

Blair hvatti til breytinga á núverandi kerfi alþjóðastofnanna. Hann lagði líka til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Heimsbankinn gætu hugsanlega sameinast og að nauðsynlegt væri að leyfa þróunarlöndum að taka ríkari þátt í starfsemi þeirra.

Hann lagði líka áherslu á að mikilvægt væri að leysa deilurnar í Súdan og Sómalíu því þær gætu breytt úr sér.Blair sagði þetta á ráðstefnu Efnahagssamtaka heimsins sem er nú haldin í Davos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×