Erlent

Kynþáttahatur glæpsamlegt á Ítalíu

Ítalska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp til laga sem gerir mismunun og kynþáttahatur glæpsamlegt. Þetta frumvarp ganga hins vegar ekki svo langt að banna afneitun helfarar nasista gegn gyðingum, eins og lagabókstafur þýskalands, austurríkis og fleiri landa.

Frumvarpið, sem á eftir að fara í gegnum þingið, kveður á um allt að fjögurra ára fangelsi fyrir að mismuna eða hvetja til mismununar á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, trúar eða kynhneigðar.

Lög gegn kynþáttahatri hafa oftast verið hluti af ítölskum lagabókstaf en hafa verið óskýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×