Enski boltinn

Calum Davenport til West Ham

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham festi í dag kaup á miðverðinum Calum Davenport frá grönnum sínum í Tottenham fyrir óuppgefna upphæð. Davenport gekk í raðir Tottenham frá Coventry árið 2004 en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Tottenham. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við West Ham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×