Guðmundur í Byrginu gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm 16. janúar 2007 19:18 Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira