Guðmundur í Byrginu gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsisdóm 16. janúar 2007 19:18 Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur um fjárdrátt og umboðssvik. Úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri meðferðarheimilisins bendir til fjármálamisferlis upp á tugmilljónir króna. Byrgismálið er komið inn á borð efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra með ábendingumum um að það verði tekið til meðferðar með hliðsjón af úttekt ríkisendurskoðunar. Hún nær hins vegar einungis til áranna 2005 og 2006, en Byrgið hefur þegið opinberar styrkveitingar frá árinu 1999. Hjá Ríkisendurskoðun fengust þær upplýsingar að ekki hafi verið farið lengra aftur í tímann í rannsókninni því legið hefði á að klára hana. Þá hefur engin ákvörðun verið tekin hjá embættinu um það hvort það verði gert, en lögregla og skattayfirvöld geta einnig ákveðið slíka rannsókn. En rifjum aðeins upp það sem gengið hefur á síðustu ár. Skýrslan vinnuhóps sem skipaður var af þremur ráðuneytum komu strax árið 2002 fram afar alvegar athugasemdir við rekstur og fjárreiður Byrgisins. Þessi skýrslan var rædd í ríkisstjórn og hún barst líka inn í félagsmálaráðuneyti en var stimpluð sem trúnaðarmál og aldrei sá Fjárlaganefnd þingsins skýrsluna. Þrátt fyrir þessar viðvörunarbjöllur sem hefðu átt að klingja í eyrum ráðamanna náðist um það þverpólitísk samstaða á Alþingi að halda áfram að styrkja Byrgið. Vísbendingar um að fjármálin væru í molum, langur skuldahali og að í Byrginu væri stunduð afeitrun án tilskylins leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum dugðu ekki til. Byrgið hefur fengið opinber fjárframlög sem hljóða upp á um 200 milljónir króna. Nú síðast var samþykkt fjárframlag til Byrgisins í fjárlögum fyrir árið 2007 sem ekki verður af. Húsnæðið að Efri Brú er í eigu ríkisins, en Byrgið haft það á leigu og fengið til þess opinberan styrk. Þeim leigusamningi þarf að segja upp með ákvðnum fyrirvara og svo er að sjá hvort samningar náist um það að ríkið taki við húsnæðinu, noti það í annað eða undir meðferðarhemili. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins á yfir höfði sér sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um fjárdrátt, umboðssvik og alvarleg bókhaldsbrot líkt og skýrsla ríkisendurskoðunar gefur vísbendingar til að ætla, en rétt er að taka fram að enn hefur ekki verið gefin út ákæra á hendur honum. Þá hafa tveir fyrrverandi skjólstæðingar Byrgisins lagt fram kærur á hendur Guðmundi vegna kynferðislegrar misnotkunar. Guðmundur vildi ekki veita fréttastofu Stöðvar2 viðtal í dag þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira