Samhjálp falið að taka við verkefnum Byrgisins 15. janúar 2007 17:00 Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels