Samhjálp falið að taka við verkefnum Byrgisins 15. janúar 2007 17:00 Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent